Spurningar & svör
-
Hvað gerist ef húðlæknar Húðvaktarinnar geta ekki leyst úr húðvandamáli mínu gegnum netið?
Ef ekki reynist unnt að leysa vandamálið gegnum netið mun húðlæknirinn reyna að koma vandamálinu í réttan farveg. Það getur innifalið í sér að þú sért boðaður í skoðun hjá viðkomandi húðlækni eða ef málið er þess eðlis til annarra sérfræðinga, t.d. heimilislækna.
-
Er möguleiki að upplýsingarnar sem ég sendi inn fari annað? Hvaða öryggisráðstafanir er Húðvaktin með til að vernda viðkvæmar persónuupplýsingar?
Húðvaktin leggur ríka áherslu á að fylgja öllum settum reglugerðum varðandi varðveislu sjúkragagna og persónuupplýsinga. Allar upplýsingar eru vistaðar í sjúkrasögu viðkomandi sjúklings í viðurkenndu sjúkragagnakerfi sem er samþykkt af Embætti Landlæknis.
-
Geta aðrar heilbrigðisstéttir séð myndirnar og upplýsingarnar sem ég sendi inn?
Eins og með öll sjúkragagnakerfi þá eru þau lokuð fyrir öllum nema viðkomandi meðferðaraðila.
-
Þarf ég að borga aftur fyrir þjónustuna ef ég er með spurningar varðandi meðferðina eða greininguna sem ég fæ hjá Húðvaktinni?
Hverju vandamáli fyrir sig er svarað mjög ítarlega og ætti því að teljast sem fullnægjandi svar. Þessi ráðgjöf kemur aldrei í stað viðtals og skoðunar á stofu húðlæknis.
-
Er þjónustan niðurgreidd af Sjúkratryggingum íslands (SÍ)?
Nei, þjónustan er ekki niðurgreidd af Sjúkratryggingum Íslands.
-
Er aldurstakmark á þjónustunni?
Já, börn yngri en 16 ára þurfa að fá foreldra eða forráðamann til að skrá fyrir sig beiðnir. Börn 16 ára og eldri geta skráð beiðnir og óskað eftir þjónustu. Hér er farið eftir lögum um réttindi sjúklinga 74/1997.
-
Getið þið sent lyfseðil fyrir húðlyf í apótek?
Já, ef læknir telur að lyfjagjöf sé heppileg meðferð við einkennum þá sendir hann lyfseðil í apótek og tilkynnir sjúklingi um það.
-
Hvað kostar beiðnin?
Hver beiðni kostar 18.900 krónur sem þarf að greiða um leið og beiðnin er send til lækna Húðvaktarinnar.
-
Get ég fengið reikning í heimabanka til að greiða þjónustuna?
Nei, það er ekki hægt. Einungis er hægt að greiða með debet eða kreditkorti.