Húðvaktin býður upp á faglega þjónustu húðlækna á netinu

Þjónustan okkar er hönnuð með það að markmiði að veita þér hágæða heilbrigðisþjónustu sem er fljótleg, áreiðanleg og aðgengileg hvar sem er og hvenær sem er

Húðvaktin býður upp á faglega og trausta þjónustu á netinu

Þjónustan okkar er hönnuð með það að markmiði að veita þér hágæða heilbrigðisþjónustu sem er fljótleg, áreiðanleg og aðgengileg hvar sem er og hvenær sem er.


Við erum reyndir húðlæknar sem eru sérhæfðir í að greina og meðhöndla allt sem viðkemur húð, allt frá alvarlegum húðsjúkdómum til fyrirbyggingu öldrunar húðarinnar og vali á húðvörum. 


Við vinnum með það að markmiði að bjóða upp á bestu mögulegu meðferðina fyrir þig.

Útbrot geta komið skyndilega og valdið verulegum óþægindum og kláða.  Þau eru af ýmsum toga og meðferðir mismunandi útbrota þ.a.l. fjölda margar.  Láttu Húðvaktina hjálpa þér fljótt og örugglega með að greina rétt og meðhöndla mismunandi útbrot .


Mikilvægt er að leggja mat á fæðingarbletti sem hafa breyst á stuttum tíma. Við fáum margar aldurstengdar og sólartengdar húðbreytingar með hækkandi aldri en húðkrabbamein er eitthvað sem þarf að greina og meðhöndla fljótt.


Húðvaktin hjálpar þér fljótt og örugglega með að greina og meðhöndla mismunandi húðvandamál.

Húðlæknar Húðvaktarinnar geta greint og meðhöndlað öll helstu húðvandamál meðal annars:

Atópískt exem Blettaskalli Bólur
Flösuexem Fótsveppir Frunsur
Fæðingarblettir Litabreytingar í húð Naglbreytingar
Ofsakláði Perioral dermatitis Psoriasis
Rósroði Sólarexem Sólbruni
Útbrot af ýmsum toga Vitigo Vörtur
Öldrunarmerki í húð Ör

Ef ekki reynist unnt að greina eða meðhöndla vandamálið gegnum Húðvaktina munu húðlæknar okkar koma málinu í réttan farveg