Notendaskilmálar

Húðvaktarinnar ehf

1. Um Húðvaktina ehf.

1.1 Húðvaktin ehf., kt. 450123-1450, er fjarlækningaþjónusta sem leggur áherslu á húðlækningar þar sem notendur geta örugg samskipti við sérfræðinga í húðlækningum, fengið sérfræðiráðgjöf og meðferð við húðvandamálum sínum. Með þjónustunni kemst notandi í samband við húðsjúkdómalækna sem eru sérhæfðir í greiningu og meðferð húðsjúkdóma. Þjónustan fer þannig fram að notandi sendir inn beiðni þar sem einkennum er lýst og getur hlaðið inn myndum af einkennum sínum á öruggan hátt og fengið greiningu og/eða meðferðaráætlun. Þjónustan er hönnuð til að veita hágæða læknishjálp og lágmarka þörf fyrir staðbundnar læknisheimsóknir.


1.2 Eftirfarandi skilmálar gilda um aðgang og notkun þjónustu Húðvaktarinnar ehf. og mynda bindandi samning milli notanda og Húðvaktarinnar.


2. Samþykki skilmála

2.1 Notendaskilmálar þessir teljast samþykktir þegar notandi hefur stofnað aðgang og hakað í reit þess efnis að hann samþykki skilmálana.


2.2 Með samþykki sínu og notkun þjónustunnar samþykkir notandi skilmála þessa og staðfestir að hafa lesið þá og skilið.


3. Notkun þjónustu Húðvaktarinnar

3.1 Notandi stofnar aðgang að kerfi Húðvaktarinnar og auðkennir sig með rafrænni auðkenningu í gegnum innskráningarkerfi Húðvaktarinnar.

3.2 Þegar aðgangur hefur verið stofnaður getur notandi sent inn beiðni þar sem einkennum er lýst með ítarlegum hætti í máli og myndum.

3.3 Sérfræðingur mun yfirfara beiðnina og svara innan ákveðins tímaramma. Svar sérfræðings getur falið í sér greiningu, ráðleggingar um meðferð, veitingu lyfseðils eða ósk um frekari upplýsingar.


4. Takmarkanir á ráðgjöf

4.1 Notandi gerir sér grein fyrir að notkun þjónustunnar kemur ekki í stað staðbundinnar læknisþjónustu og gerir sér grein fyrir þeim takmörkunum sem fylgja fjarlækningaþjónustu, s.s. skortur á staðbundinni og líkamlegri skoðun og rannsóknum, sem getur takmarkað nákvæmni greiningarinnar. Ef einkenni eru alvarleg eða bráð ætti notandi að leita sér staðbundinnar læknisaðstoðar.


4.2 Sérfræðingurinn sem veitir ráðgjöfina getur mælt með frekari rannsóknum, þ.m.t. staðbundinni skoðun, ef hann telur það nauðsynlegt.


4.3 Sérfræðingurinn sem veitir ráðgjöfina getur einungis treyst á upplýsingar frá notanda til að gera greiningu og gefa ráðleggingar um meðferð. Mikilvægt er að notandi veiti réttar og ítarlegar upplýsingar.


5. Ábyrgð notanda

5.1 Notandi ber ábyrgð á öllum aðgerðum og upplýsingum sem hann veitir Húðvaktinni í gegnum þjónustukerfið. Notandi skal upplýsa sérfræðing um hvers kyns breytingar á læknisfræðilegum einkennum og sækja sér staðbundna læknisþjónustu eða neyðarþjónustu í neyðartilvikum og ef einkenni versna.


5.2 Það er á ábyrgð notanda að verja þær upplýsingar sem birtast á aðgangi notanda fyrir óviðkomandi, þ.m.t. að skrá sig út af aðganginum eða loka honum þegar notkun er lokið. 


5.3 Notanda er óheimilt að lána aðgang sinn að húðvaktinni til annars aðila. 


5.4 Notandi þarf að hafa náð 18 ára aldri til að nýta sér þjónustu Húðvaktarinnar. Snúi beiðni að einstaklingi undir 18 ára aldri þarf foreldri eða forsjáraðili að veita skriflegt samþykki sitt áður en persónulegum gögnum er varða barnið er deilt til sérfræðings.


6. Ábyrgð þjónustuveitanda

6.1 Húðvaktin reynir að tryggja öryggi og áreiðanleika þjónustunnar eftir fremsta megni. Húðvaktin getur ekki alltaf séð fyrir tæknileg eða annars konar vandamál sem kunna að valda því að ekki sé hægt að sækja upplýsingar eða þjónusturof verði á annan hátt.


6.2 Húðvaktin ber ekki ábyrgð á óþægindum eða tjóni sem orsakast beint eða óbeint vegna bilunar í tölvubúnaði og/eða hugbúnaði eða af öðrum orsökum, sem kunna að valda því að upplýsingar eru ekki réttar eða að notandi nái ekki að tengjast þjónustunni. 


6.3 Húðvaktin ábyrgist ekki truflanir eða raskanir á þjónustu vegna atburða sem ekki eru á forræði Húðvaktarinnar, m.a. vegna truflana á netsambandi.


6.4 Heimilt er að lækka eða fella niður bætur ef notandi er meðvaldur að tjóni af ásetningi eða stórfelldu gáleysi. 


6.5 Notandi kann að njóta lögbundins bótaréttar en samþykkir skaðleysi Húðvaktarinnar gagnvart öllum öðrum kröfum, tjóni og öðrum skaða sem kann að leiða af þjónustunni, umfram þann lögbundna rétt.. 


7. Verð og greiðsluskilmálar

7.1 Greitt er fyrir beiðni í gegnum greiðslukerfi Húðvaktarinnar sem hýst er af Valitor. 


7.2 Ekki er unnt að senda inn beiðni án samhliða greiðslu í greiðslukerfi.


7.3 Gildandi verðskrá hverju sinni má finna á heimasíðu Húðvaktarinnar. Húðvaktin áskilur sér rétt til að breyta verðskrá sinni eftir þörfum hverju sinni og taka slíkar breytingar gildi með mánaðarfyrirvara. 


7.4 Allar samþykktar beiðnir eru afgreiddar innan 5 virkra daga. Ef Húðvaktin synjar beiðni notanda um þjónustu mun gjaldið endurgreitt. Í öðrum tilfellum er gjald fyrir beiðni ekki endurgreitt.


8. Persónuvernd

8.1 Persónuvernd er mikilvæg í allri starfsemi heilbrigðisþjónustu. Nauðsynlegt er að skrá og vinna ýmsar persónu- og heilsufarsupplýsingar til að geta veitt sem besta þjónustu og sinna starfsemi Húðvaktarinnar.


8.2 Húðvaktin leggur ríka áherslu á að þagnarskylda og friðhelgi einkalífs notenda sé virt við meðferð persónuupplýsinga og að upplýsingar séu varðveittar með öruggum hætti. Samskipti vegna notkunar þjónustunnar eru skráð í sjúkraskráningarkerfið SAGA.


8.3 Húðvaktin notar persónuupplýsingar notanda eingöngu í þeim tilgangi að efna samning við notanda um veitingu læknis- og ráðgjafaþjónustu. Með samþykki sínu samþykkir notandi vinnslu viðkvæmra persónuupplýsinga í þágu framangreinds markmiðs.


8.4 Með samþykki sínu á skilmála þessa samþykkir notandi að Húðvaktinni sé heimilt að nota persónuupplýsingar, svo sem netfang, í markaðslegum tilgangi. Undir engum kringumstæðum mun Húðvaktin nota viðkvæmar persónuupplýsingar eða aðrar ónauðsynlegar persónuupplýsingar í þessum tilgangi. 


8.5 Húðvaktinni er heimilt að nýta ópersónugreinanlegar upplýsingar í tölfræðilegum tilgangi, svo sem til markaðssetningar og í þágu vísinda. Undir engum kringumstæðum verða, í framangreindum tilgangi, nýttar upplýsingar sem geta talist persónugreinanlegar og er fyllsta öryggis á öllum stundum gætt.


8.6 Ítarlegri upplýsingar um persónuvernd má finna í persónuverndarstefnu Húðvaktarinnar.


Trúnaður og þagnarskylda

9.1 Húðvaktin fer með gögn notenda samkvæmt lögum og reglum sem gilda um persónuvernd og gögn.. 


9.2 Húðvaktin er bundin þagnarskyldu um allar upplýsingar sem Húðvaktin kann að hafa fengið um viðskiptavin og hefur ekki heimild til að miðla slíkum upplýsingum til þriðja aðila án samþykkis notanda, að því gefnu að upplýsingar séu ekki aðgengilegar almenningi eða Húðvaktinni beri skylda til að veita upplýsingar samkvæmt lögum eða dómsúrskurði.


10. Lög og lögsaga

10.1 Skilmálar þessir fara eftir íslenskum lögum og reglum. Mál skulu höfðuð fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.


11. Breytingar á skilmálum

11.1 Húðvaktin áskilur sér einhliða rétt til að breyta og uppfæra framangreinda skilmála hvenær sem er. Gildandi skilmála hverju sinni má finna á heimasíðu Húðvaktarinnar.


11.2 Breytingar taka gildi mánuði eftir að skilmálar eru uppfærðir á heimasíðu.

1

12. Tengiliðaupplýsingar

12.1 Vakni spurningar um framangreinda skilmála eða þjónustu Húðvaktarinnar er notanda velkomið að hafa samband með því að senda tölvupóst á hudvaktin@hudvaktin.is.


13. Gildistími

Skilmálar þessir gilda frá 1. september 2023.